Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins

Egill Sæbjörnsson

14.10.2023 — 25.2.2024

Listasafnið

Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins

Í sköpun Egils Sæbjörnssonar er leikgleðin alltumlykjandi. Fjölbreytileiki efnisheimsins og alheimsvitundarinnar spretta upp líkt og gorkúlur í formi tónlistar, innsetninga, lifandi skúlptúra og ljóslifandi ímyndaðra ferðafélaga. Á sýningunni býður Egill óendalegum fjölda vina velkomna í samverustund í leikherbergi listarinnar. 



Í sal 1 birtast félagarnir Ūgh and Bõögâr sem hafa gegnt mikil - vægu hlutverki í listsköpun Egils frá árinu 2008. Hugmyndin um að vinna með tröll í verkum sínum byrjaði sem hálfgert grín eða leikur og Egill faldi í fyrstu tröllaverkin fyrir fulltrúum safna og gallería. Viðhorf Egils breyttist hins vegar á sýning á verkum Tove Jansson í Ateneum í Helsinki árið 2015 þegar það rann upp fyrir honum að Múmínálfarnir og sá heimur sem Janssons skapaði verðskulduðu tvímælalaust að kallast list. Í kjölfar þessa ákvað Egill að kynna tröllin fyrir umheiminum. Þau komu fyrst fram árið 2017 á tvíæringnum í Feneyjum þar sem þau lögðu undir sig íslenska skálann.

Ūgh and Bõögâr koma nú fram á Íslandi í fyrsta sinnn og hafa með sér sinn eigin gervigreindarspjallyrkja (AI chatbot), unninn í samvinnu við fyrirtækið Miðeind sem er frumkvöðull í máltækni - hugbúnaði fyrir íslenskt mál. Við fáum að sjá nýju farsíma tröllanna og hittum eldri systur þeirra, Gubb, en það er kanadíska tónlistarkonan Peaches, hingað komin frá Berlín, sem túlka hana. 

Á sýningunni verðum við vitni að samskiptum tröllanna við nokkra af gömlu meisturum íslenskrar myndlistar, Ásgrím Jónsson, Mugg, Finn Jónsson og Kjarval, sem og Tove Jansson frá Finnlandi og Tore Wrånes, norska listakonu sem vinnur með tröll í verkum sínum. Síðast en ekki síst hitta Ūgh and Bõögâr íslensku samtíma - listamennina Steingrím Eyfjörð og Gabríelu Friðriksdóttur en þau hafa líka unnið með tröll og ýmsar persónur og fyrirbæri í verkum sínum. Ūgh and Bõögâr koma hér einnig fram í fyrsta sinn í frumgerð sinni frá árinu 2013 sem varð til í samvinnu og leik Egils við góðan vin sinn, chílenska listamanninn Diego Fernandez. Í þeirri birtingarmynd báru tröllin nöfnin Fög og Yolk og eru, eins og við sjáum, enn í fullu fjöri.



Verkið Eggið og hænan, við eða þau, sem sjá má í sal 2, er samtals 49 hlutir úr pappamassa, lími, sandi, sagi og málningu, sem allir eru að þykjast vera steinar. Teiknimyndum er varpað í stöðugu streymi yfir þessa hluti sem gefur sífellt nýja sýn og tilefni til nýrrar túlkunnar. Í beinu framhaldi af þessu verki skrifaði Egill bókina Stones According to Egill Sæbjörnsson, (Steinar eins og Egill Sæbjörnsson sér þá) (2012) og hélt fyrirlestrargjörningana From Magma to Mankind (Frá kviku til mannkyns) (2020) og Object Species (Tegundir hlutanna) (2021) sem hægt er að nálgast með því að skanna strikamerkið hér að neðan. Í þessum verkum setur Egill fram spurningar eins og “Eru manneskjur steinar sem ganga uppréttir og tala?” og “Er listin tegund sem lifir samhliða mönnunum?”




Í sal 3 eru þrír skúlptúrar úr gifsi sem ef til vill minna sum okkar á dæmigerða “karlrembu skúlptúra frá fimmta, áttunda og níunda áratugunum” eins og Egill sjálfur orðar það. Þessi tilvísun er í raun verkinu óviðkomandi og dæmigerður Egils-húmor. Í hinum enda salarins er tölva með gervigreindarforriti sem í sífellu skapar nýjar stafrænar myndir og varpar þeim á yfirborð skúlptúranna til að vekja hjá okkur efa um hina hefðbundnu skiptingu hins áþreifanlega og hins stafræna í nútímanum. Með þessu reynir Egill að endurmóta skilning okkar á eðli listarinnar; hún er hvorki kyrrstæð né viljalaus heldur kröftug og lifandi þungamiðja samfélagsins.

Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins

Sýningarplakat

🖼 Plakat

Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins

4.250 kr.

Ávextir, Fruits, 
Sara Björnsdóttir, LÍ 6210, Ljósmyndun, Mannamyndir, kona

3.2.2023 — 26.3.2028

Salur

1

&

2

&

3

14.10.2023 25.2.2024

Sýningarstjóri

Arnbjörg María Danielsen

Verkefnastjóri sýningar

Vigdís Rún Jónsdóttir

Markaðs- og þróunarstjóri

Dorothée Kirch

Umsjón með viðburðum og fræðslu

Ragnheiður Vignisdóttir

Umsjón tæknimála og ljósmyndum

Sigurður Gunnarsson

Uppsetning

Magnús Helgason

Gylfi Sigurðsson

Indriði Ingólfsson

Ísleifur Kristinsson

Andri Björvinsson

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17