Margpóla
Anna Rún Tryggvadóttir
13.4.2024 — 22.9.2024
Margpóla
Anna Rún Tryggvadóttir beinir sjónum sínum að ósýnilegum kröftum segulsviðs jarðarinnar og hinu síflakkandi segulnorðri, en þetta grunnafl og hvernig það mótar umhverfi okkar hefur verið henni hugleikið síðastliðin ár. Ljóðræn rannsókn listamannsins leitast við að varpa ljósi á mannmiðjað sjónarhorn á hin jarðlegu öfl sem umvefja okkur.
Í miðju salarins stendur áhorfandinn frammi fyrir skúlptúrnum Afvísun, sem er upprétt rauð nál sem hringsólar sífellt um eigin miðju. Rauði liturinn endurspeglar kompásnálina sem bendir til norðurs í áttavita. Skúlptúrnum fylgja veggmerkingar sem sýna hvernig staðsetning á segulnorðri hefur færst í aldanna rás. Heimildir um það eru fengnar með lestri á íslenskum berglögum sem gefa upplýsingar um staðsetningu segulsviðs jarðarinnar frá því að landið reis úr sæ fyrir 16 milljónum ára.
Á sýningunni er einnig röð vatnslitamynda sem byggja á hugleiðingum um seguláttir í fortíð og framtíð – þar sem Anna Rún snýr upp á aðferðir kortagerðar. Við erum vön hefðbundnu vestrænu sjónarhorni þar sem norður er sýnt efst. Þetta orsakast mögulega af því að í upphafi var siglt eftir stjörnunum, sérstaklega Pólstjörnunni, og horft upp til himins. Hins vegar er staðsetning norðursins einungis tilbúningur: jörðin flýtur í tómarúmi í geimnum og þar eru engar höfuðáttir. Verkin eru sláandi pælingar um hreyfingar segulsviðsins í gegnum jarðsöguna og afbyggja viðteknar hugmyndir um stöðu norðurs og suðurs.
Margpóla
Salur
3
13.4.2024 — 22.9.2024
Listamaður
Anna Rún Tryggvadóttir
Texti
Pari Stave
Verkefnastjóri sýningar
Vigdís Rún Jónsdóttir
Umsjón tæknimála
Sigurður Gunnarsson
Uppsetning
Magnús Helgason
Gylfi Sigurðsson
Indriði Ingólfsson
Andri Björgvinsson
Ísleifur Kristinsson