Eintal
Jóhanna Kristín Yngvadóttir
12.10.2019 — 26.1.2020
Salur
3
&
4
12.10.2019 — 26.1.2020
Sýningarstjórn
Harpa Þórsdóttir
Dagný Heiðdal
Júlía Marinósdóttir
Verkefnastjóri sýninga
Júlía Marinósdóttir
Umsjón með viðburðum og fræðslu
Guðrún Jóna Halldórsdóttir
Uppsetning
Baldur Geir Bragason
Guðni Gunnarsson
Geirfinnur Jónsson
Listasafn Íslands efnir til yfirlitssýningar á verkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur (1953−1991) sem kom fram á sjónarsviðið snemma á níunda áratug síðustu aldar með eftirminnilegum hætti. Expressjónísk málverk Jóhönnu Kristínar vöktu eindæma hrifningu samferðamanna hennar og lofuðu gagnrýnendur einum rómi þennan unga listamann sem þótti óvenju þroskaður og fágaður.
Í verkum sínum túlkaði hún innri og ytri tilfinningaheim af einlægni með kraftmiklum strokum og litaflekum og notaði óspart dökka litaskala og dró fram margslungin tákn í áhrifamiklum verkum. Um verk sín sagði hún meðal annars: „Ég fjalla um samskipti mín við fólk. Fólk er það sem hefur mest áhrif á mann, það veldur gleði og sorg.“
Jóhanna Kristín lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1976 og stundaði framhaldsnám í Hollandi við De Vrije Academie den Haag og Rijksakademie Van Beeldende Kunsten í Amsterdam, þaðan sem hún lauk prófi 1980.
Ferill Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur á sér fáar hliðstæður í íslenskri samtímalistasögu. Hann spannaði einungis tæpan áratug frá því að hún sýndi á sinni fyrstu einkasýningu í Nýlistasafninu árið 1983 og þar til hún lést árið 1991 og gefa verkin á sýningunni heildstæða sýn á framlag Jóhönnu Kristínar til málverksins í íslenskri myndlist.
Samhliða þessari yfirlitssýningu verður gefin út bók um listferil Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur.