Gjöfin frá Amy Engilberts
Samsýning
8.3.2019 — 12.5.2019

Salur
4
8.3.2019 — 12.5.2019
Sýningar- og ritnefnd
Dagný Heiðdal
Harpa Þórsdóttir
Júlía Marinósdóttir
Ragnheiður Vignisdóttir
Þýðingar
Anna Yates
Uggi Jónsson
Ljósmyndun verka
Sigurður Gunnarsson
Helgi Hjaltalín
Orðið velunnari heyrist ekki oft í umræðunni þegar fjallað er um safnkost listasafna.Velunnarinn kemur þó ósjaldan við sögu í starfsemi þeirra og framlag hans er órjúfanlegur þáttur í sögu uppbyggingar safneignar Listasafns Íslands.

Amalie Engilberts var einn fjölmargra velunnara safnsins. Hún var dóttir Jóns Engilberts listmálara og Tove Engilberts, fædd árið 1934 í Danmörku og lést í desember árið 2007. Amalie, eða Amy eins og hún var jafnan kölluð, var vinsæl spákona hér á landi og fékkst við dulspeki í fjölda ára, og þeir sem þekktu hana lýstu henni sem vel lesinni heimskonu.
Þegar Amy lést ánafnaði hún af rausnarskap Listasafni Íslands fjármuni til kaupa á nýjum verkum í safneign safnsins. Safnið hefur hlotið dánargjafir áður, en þetta var í fyrsta sinn sem slíkri gjöf var ætlað að auka við safneignina með skipulögðum hætti. Með gjöfinni fylgdu skilyrði um það hvernig fénu skyldi ráðstafað: til kaupa á nýrri íslenskri myndlist næstu tíu árin, ásamt sýningu á þeim að þessum tíu árum liðnum. Þannig vildi Amy heiðra minningu föður síns.

Sigga Björg Sigurðardóttir 1977-
Dagdraumur, 2015
Verkin sem innkaupanefnd Listasafns Íslands hefur keypt undanfarin tíu ár úr sjóði Amy endurspegla þann fjölbreytileika sem er ríkjandi hjá starfandi listamönnum í dag. Nokkrar innkaupanefndir hafa komið að því að velja verk til kaups og er þetta safn verka áhugavert þversnið listamanna sem eiga mislangan starfsaldur að baki.
Guðmundur Thoroddsen 1980-
Steggjun, 2017
Verk eftirfarandi listamanna eru á sýningunni:
Bjarki Bragason, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Thoroddsen, Helgi Þórsson, Hildigunnur Birgisdóttir, Hulda Vilhjálmsdóttir, Jeannette Castioni, Jón Axel Björnsson, Magnús Helgason, Pétur Thomsen, Sigga Björg Sigurðardóttir og Þórdís Aðalsteinsdóttir.

Hulda Vilhjálmsdóttir 1971-
Kona í fullri reisn, 2001
