Inuk Silis Høegh: The Green Land

Inuk Silis Høegh

5.7.2025 — 21.9.2025

Listasafnið

Næsta sumar stendur Listasafn Íslands fyrir Íslandsfrumsýningu á verki eftir Inuk Silis Høegh, The Green Land, 2021, 34 mínútna langri vídeóinnsetningu með hljóðmynd. Inuk Silis Høegh fæddist í Qaqortoq á Suður-Grænlandi árið 1972 og er kvikmyndaleikstjóri og konseptlistamaður sem vinnur gjarnan á mörkum þessara listgreina. Hann býr nú og starfar í Nuuk.

 

The Green Land er tekið upp í og umhverfis Nuuk og Manisoq á Grænlandi. Verkið er sjónræn hugleiðing um landslag sem er í senn ósnortið og óstöðugt sökum inngripa mannsins og loftslagsbreytinga. Verkið er sýnt í stöðugri hringrás og hverfist um fjögur frumöfl – eld, jörð, vatn og loft – sem birtast sem óræð, græn nærvera í tímabundnum landslagsgjörningum. Þannig öðlast þessi frumöfl andlega vídd en listamaðurinn hefur lýst því sem svo að græni liturinn hlykkist um landslagið líkt og grænn ormur. Myndinni fylgir hljóðmynd eftir danska hljóðlistamanninn Jacob Kierkegaard (f. 1975) en í verkum sínum rannsakar hann tónlistina í náttúruhljóðum sem hann fangar úr hafi, ís, eldstöðvum og andrúmsloftinu.

 

The Green Land var langtímaverkefni sem styrkt var af grænlensku landsstjórninni, Norræna menningarsjóðnum, Statens Kunstfond, Sermeq Fonden, Kultur Kontakt Nord, NunaFonden, Norrænu stofnuninni á Grænlandi og Sonning-Fonden.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17