Liðamót
Margrét H. Blöndal
28.5.2022 — 2.10.2022
Salur
4
28.5.2022 — 2.10.2022
Verkefnastjóri sýninga
Vigdís Rún Jónsdóttir
Umsjón með fræðslu og viðburðum
Ragnheiður Vignisdóttir
Markaðs- og kynningarmál
Guðrún Jóna Halldórsdóttir
Forvarsla
Ólafur Ingi Jónsson
Ljósmyndun
Sigurður Gunnarsson
Sýningin Liðamót / Ode to Join samanstendur annars vegar af teikningum gerðum með olíu og litadufti og hins vegar þrívíðum verkum sem Margrét H. Blöndal mun vinna beint inn í rými sýningarsalarins. Heiti sýningarinnar Liðamót vísar í þá staðreynd að þar sem þrír eða fleiri liðir koma saman verður til hreyfing. Í verkum Margrétar mótast hreyfingin út frá skilrúmum sem sett verða upp í rýminu, staðsetningu verkanna og innra samhengi þeirra. Enski hluti titilsins, Ode to Join, er hins vegar óður til tengingar þar sem hver skúlptúr eða teikning verður eins og ein eining í pólífónísku tónverki. Verk Margrétar eru handan orða og búa yfir fegurð og yfirskilvitlegu aðdráttarafli enda hefur innsetningum hennar verið líkt við tónaljóð.
Margrét H. Blöndal er fædd árið 1970 í Reykjavík þar sem hún býr og starfar. Margrét útskrifaðist úr fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993. Árið 1997 lauk hún MFA-gráðu frá Mason Gross School of Arts, Rutgers University í New Jersey í Bandaríkjunum. Margrét á langan feril að baki og hefur sýnt víða bæði heima og erlendis síðan 1994.