Listþræðir
Samsýning
12.9.2020 — 24.1.2021
Á aldarafmæli Ásgerðar Búadóttur gefst tilefni til að horfa sérstaklega til vefnaðar og þráðlistar í íslenskri samtímalist og þess hvernig listamenn hafa notað þráðinn, þennan fjölbreytta efnivið; spunnið hann, litað, ofið og formað eftir öllum kúnstarinnar reglum.
Salur
3
&
4
12.9.2020 — 24.1.2021
Sýningarstjórar
Dagný Heiðdal
Harpa Þórsdóttir
Textar
Dagný Heiðdal
Harpa Þórsdóttir
Rakel Pétursdóttur
Forvarsla
Ólafur Ingi Jónsson
Nathalie Jacqueminet
Þórdís Anna Baldursdóttir
Verkefnastjóri sýninga
Júlía Marinósdóttir
Hrafnhildur Arnardóttir-Shoplifter 1969-
Right Brain, 2003-2005
Textíllistin er yfirgripsmikil listgrein með langa sögu og fjölda skilgreindra aðferða sem krefjast einatt mikillar kunnáttu og færni. Í dag ríkir mikil gróska í þráðlistinni, bæði hér á landi og erlendis, og hafa yngri kynslóðir listamanna sýnt þræðinum sem efniviði mikinn áhuga. Endurspeglast það meðal annars í því hvernig mörk listgreina hafa máðst út á síðustu áratugum. Í verkum margra samtímalistamanna má einnig greina tilraunakenndar leiðir og uppbrot á viðteknum aðferðum textíllistar sem sýnir okkur hvernig rótgróin listsköpun getur öðlast nýja vídd.
Hildur Hákonardóttir 1938-
Fjall, 1982
Í safneign Listasafns Íslands er nokkur fjöldi listaverka þar sem unnið er með þráð sem efnivið með margvíslegum hætti. Við val á verkum fyrir sýninguna var einnig leitað í safneignir annarra listasafna og í einkasöfn. Listaverkin á sýningunni endurspegla ólíkar aðferðir listamanna, þráðinn í sinni hefðbundnu mynd innan rótgróinna aðferða sem og óvæntar og nýstárlegri útfærslur þar sem þráðurinn gegnir aðalhlutverki.
Textíllistin er yfirgripsmikil listgrein með langa sögu og fjölda skilgreindra aðferða sem krefjast einatt mikillar kunnáttu og færni.
Listþræðir
Listamenn
Anna Líndal
Anna Þóra Karlsdóttir
Arna Óttarsdóttir
Auður Vésteinsdóttir
Ása Ólafsdóttir
Ásgerður Búadóttir
G. Erla – Guðrún Erla Geirsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir
Guðrún Marinósdóttir
Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson
Hildur Bjarnadóttir
Hildur Hákonardóttir
Hólmfríður Árnadóttir
Hrafnhildur Arnardóttir – Shoplifter
Hrafnhildur Sigurðardóttir
Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
Ívar Valgarðsson
Jonna – Jónborg Sigurðardóttir
Kristinn G. Harðarson
Kristín Gunnlaugsdóttir
Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá
Lilý Erla Adamsdóttir
Loji Höskuldsson
Nína Gautadóttir
Oddný E. Magnúsdóttir
Ólöf Einarsdóttir
Pétur Magnússon
Ragna Róbertsdóttir
Ragnheiður Björk Þórsdóttir
Rósa Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Sverrisdóttir
Sigurlaug Jóhannesdóttir
Vigdís Kristjánsdóttir
Þorbjörg Þórðardóttir
Þór Vigfússon
Þórdís Alda Sigurðardóttir