Lögmál
28.4.2022 — 2.2.2023
Listamenn sem eiga verk á sýningunni
Davíð Örn Halldórsson, Dodda Maggý, Eirún Sigurðardóttir, Erla Þórarinsdóttir, Eyborg Guðmundsdóttir, Finnur Jónsson, Gerður Helgadóttir, Guðmunda Andrésdóttir, Jóhannes Kjarval, Karl Kvaran, Kristinn Hrafnsson, Kristján Guðmundsson, Magnús Helgason, Ransu, Sigrid Vadingojer, Sigurður Árni Sigurðsson, Tumi Magnússon, Þorvaldur Skúlason
Sýningin Lögmál er þverfagleg sýning sem brúar bilið milli myndlistar og vísinda. Verkin á sýningunni eru lykilverk í eigu Listasafns Íslands sem skapa áhugavert samtal myndlistarinnar við vísindaleg málefni og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
28.4.2022 — 2.2.2023
Sýningarstjóri
Ásthildur Jónsdóttir
Sýningarteymi
Ásthildur Jónsdóttir
Dagný Heiðdal
Guðrún Jóna Halldórsdóttir
Ragnheiður Vignisdóttir
Harpa Þórsdóttir
Sýningarhönnuður
Axel Hallkell Jóhannesson
Tæknimaður
David Schlechtriemen
Markaðs- og kynningarmál
Guðrún Jóna Halldórsdóttir
Umsjón með viðburðum og fræðslu
Ragnheiður Vignisdóttir
Sérfræðiráðgjöf
Sævar Helgi Bragason
Samstarfsaðilar
Landvernd
Rannsóknarstofa HÍ Höfn
Umhverfisstofnun
Veðurstofa Íslands
Vísindasmiðjan
Davíð Örn Halldórsson 1976-
Hvernig virkar borgarvirki?, 2008
Líta má á orðið viðnám út frá eðlisfræði. Það er samheiti orðsins rafmótstaða, sem er tregða rafleiðara við að flytja rafstraum. Viðnám getur einnig vísað til viðspyrnu við neyslu sem ábyrgir þegnar verða að tileinka sér. Auk þess vísar viðnám til þeirrar mikilvægu mótstöðu sem við verðum að beita gegn hlýnun jarðar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Listir gefa fólki tækifæri til að verða fyrir áhrifum, því listir geta snert við tilfinningum. Listaverk geta vakið upp spurningar sem hvetja áhorfendur til að spyrja sig knýjandi spurninga. Listræn nálgun getur breytt því hvernig fólk upplifir heiminn í kringum sig. Listamenn vinna auk þess með þætti eins og smekk, skynjun, tilfinningar, sannfæringu, gildi og sjálfsmyndina sem er mikilvæg í samfélagi í mótun. List er líka fær um að efla huga mannsins og sýna áhorfandanum fjölbreytt sjónarhorn og fá hann til að endurskoða eigin hugmyndir um heiminn. Að fjalla um málefni náttúrunnar frá ólíkum hliðum auðveldar breytingar og þróun gildismats sem er nauðsynlegt í ferðalaginu að sjálfbæru samfélagi. Þar sem allar aðstæður eru einstakar hugsum við hlutina til enda, endurspeglum og byggjum upp nýjan skilning.
Jóhannes Kjarval 1885-1972
Ekspanótísk artifisjón af landslagi, 1929
Það er ljóst að það krefst sameiginlegs átaks að ná sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2030. Það felur í sér að samþætta, virkja og skapa fjölbreytta þekkingu og sjónarmið. Það krefst virkrar þátttöku allra og fjölbreyttra nálgana. Ósjálfbær ofneysla almennings er stórt vandamál í samfélaginu. Við verðum að taka neysluvenjur okkar til endurskoðunar og veita ofneyslu viðnám.
Eirún Sigurðardóttir 1971-
Tímabil 07.11.2019 - 29.02.2020, 2019-2020
Ekkert í heiminum stendur eitt og sér. Sérhver hlutur er hlekkur í keðju og er þannig tengdur öllum hinum hlekkjunum. Þessi keðja alheimsins verður að haldast órofin. Keðjuverkunin sameinar alla hluti og ferli í eina heild og skapar þannig forsendur fyrir jafnvægi. Allir hlutir í alheiminum, þar á meðal mannslíkaminn, eru samsettir úr orku, sem tengist og kemur saman í lokuðum hringrásum. Lífríki jarðarinnar er háð keðjuverkandi öflum sem tengjast saman eins og gangverk tannhjóla. Ef eitt tannhjólanna verður fyrir varanlegu hnjaski, þá raskast jafnvægið sömuleiðis varanlega. Orka er undirstaða alls efnis og hefur áhrif á allt annað. Sú orka sem skapar eina manneskju, skapar einnig allar aðrar lífverur. Orka er alltaf flæðandi og síbreytileg. Hraðinn er tengdur þessari orku og er einnig breytilegur. Við erum öll samtengd og tilfinningar okkar skapa ómun sem hefur áhrif á allt og alla aðra. Öll orkan á jörðinni byggir á sambærilegum lögmálum þó svo að hún geti haft skýr sérkenni. Tengingar, óreiða, regla, hrynjandi, síbreytileiki, óendanleiki og samtengingar eru allt eiginleikar sem tengjast orkusviði jarðar.
Allir hlutir í alheiminum, þar á meðal mannslíkaminn, eru samsettir úr orku.
Fáðu innblástur frá listaverkum sýningarinnar og skapaðu þitt eigið verk!