Muggur
Guðmundur Thorsteinsson
2.10.2021 — 14.2.2022
Sagt var að allt sem Muggur snerti yrði að listaverki og mótaðist af hinum einstaka persónuleika hans
Guðmundur Thorsteinsson, alltaf kallaður Muggur, fæddist á Bíldudal 1891, en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar 1903. Hann nam myndlist við Konunglega listaháskólann 1911–1915. Listferill hans að námi loknu spannaði einungis tæp tíu ár, en hann lést úr berklum 1924. Á stuttum ferli náði hann að skapa einstakan og persónulegan myndheim. Stíll hans var natúralískur og frásögn oftar en ekki í fyrirrúmi, verk hans einkennast af fjölbreytileika og leit að listrænu frelsi.
Muggur 1891-1924
Rauðklædd söngmær,
Salur
1
2.10.2021 — 14.2.2022
Sýningarstjóri
Kristín G. Guðnadóttir
Sýningarhönnuður
Helgi Már Kristinsson
Verkefnastjóri sýninga
Vigdís Rún Jónsdóttir
Textar
Kristín G. Guðnadóttir
Muggur – Guðmundur Thorsteinsson
Á sýningunni verður leitast við að gera öllum þáttum myndsköpunar Muggs skil, en hún spannar vítt svið: landslag, sveitasælu og þjóðlíf á Íslandi, ferðaminningar frá framandi stöðum, svo sem sveitalíf í Noregi og skemmtanalíf í New York, þjóðsagna- og ævintýraheim þar sem fíngerðir prinsar og prinsessur dvelja í fögrum höllum, tröllaheima myrkurs og ógnar og náðarheim trúarinnar þar sem Kristur læknar sjúka.
Myndskreytingar Muggs við þjóðsögur eru oft með áherslu á skoplegar hliðar þeirra, enda er hann talinn fyrsti húmoristinn meðal íslenskra myndlistarmanna. Hann fann hugmyndum sínum farveg með ólíkum miðlum og aðferðum; teiknaði með blýanti, krít og penna, vatnslitaði, málaði með olíulitum, gerði klippimyndir úr pappír, bróderaði, saumaði og skar út í tré.
Sagt var að allt sem Muggur snerti yrði að listaverki og mótaðist af hinum einstaka persónuleika hans.
Stofnunum og einstaklingum sem eiga verk á sýningunni er sérstaklega þakkað fyrir liðsinnið.