Nánd hversdagsins
Samsýning
25.1.2025 — 4.5.2025
Ljósmyndir eftir Agnieszka Sosnowska, Joakim Eskildsen, Niall McDiarmid, Orra Jónsson og Sally Mann
Listasafn Íslands opnar í lok janúar samsýninguna Nánd hversdagsins sem samanstendur af rúmlega 60 ljósmyndum eftir þekkta alþjóðlega listamenn, þau Agnieszku Sosnowska, Joakim Eskildsen, Niall McDiarmid, Orra Jónsson og Sally Mann.
Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands sem er tvíæringur og stendur yfir 17.–26. janúar næstkomandi.
Verkin á sýningunni voru valin úr ákveðnum myndaröðum úr höfundarverki hvers og eins listamanns þar sem birtist djúp ástríða fyrir því að ljósmynda fólk á þeim stöðum sem standa því næst. Sýningin hverfist um þá hugmynd að ákveðin augnablik sé aðeins unnt að fanga með því að ljósmyndarinn byggi upp nánd, eftirtekt og íhygli gagnvart viðfangsefnum sínum yfir langan tíma. Verkin á sýningunni bera þess glöggt vitni hve vel ljósmyndararnir þekkja þá sem þeir eru að mynda enda er nálgun þeirra þrungin væntumþykju. Ljósmyndirnar sýna einnig hve viljugar fyrirsæturnar eru til að taka þátt í hinu listræna ferli. Traustið og skilningurinn sem þar er að verki jaðrar jafnvel stundum við að vera listrænt samstarf.
Styrktaraðilar sýningarinnar eru American Friends of the National Gallery of Iceland, Statens Kunstfond, Ny Carlsberg Fondet og bandaríska sendiráðið á Íslandi. Agnieszka Sosnowska og Orri Jónsson hlutu styrk frá Myndstef.
Salur
4
25.1.2025 — 4.5.2025
Curator
Pari Stave
Ljósmynd
Joakim Eskildsen, Dinner, úr seríunni Home Works
Í samvinnu með
Salur
4
Listamenn
- Agnieszka Sosnowska
- Joakim Eskildsen
- Niall McDiarmid
- Orri Jónsson
- Sally Mann