Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir

Samsýning

12.4.2025 — 14.9.2025

Listasafnið

Í safneign Listasafns Íslands leynast nokkur fölsuð verk sem hafa borist safninu með margvíslegum hætti. Undanfarin misseri hafa starfsmenn safnsins rannsakað þessi verk og hefur þá margt forvitnilegt komið í ljós. Markmið sýningarinnar er að auka vitneskju almennings um málverkafalsanir og hvernig megi varast falsanir á markaði. Listaverkafalsanir eiga sér langa sögu en iðulega er markmið falsara að blekkja kaupendur í hagnaðarskyni.

Salur

2

12.4.2025 14.9.2025

Ljósmynd

Oleg Valdimar Borch (áður eignuð Jóhannes Kjarval)
Rauðmaginn, án ártals
LÍ-ÞGIG 2

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17