Orka
Steina
14.9.2017 — 22.4.2018
Steina (Steinunn Briem Bjarnadóttir Vasulka) var fyrst íslenskra myndlistarkvenna fulltrúi þjóðarinnar á Feneyjatvíæringnum.
Vasulka-stofa sýnir nú vídeóinnsetningu hennar Orku, sem Steina sýndi í íslenska skálanum í Feneyjum árið 1997.
Í verkinu birtist íslensk náttúra áhorfandanum á áhrifaríkan hátt, ekki síst vegna stafrænnar úrvinnslu Steinu á upptökum frá Íslandi. Steina leitast við að miðla annars konar sýn á íslenska náttúru í verkum sínum, þar sem áhorfandinn sér landslagið með öðrum augum en sínum eigin – augum vélarinnar.
Á sýningunni má einnig sjá brot úr gagnasafni Vasulka-stofu.
Steina og Woody Vasulka hafa haldið vel utan um arfleifð sína og varðveitt þau gögn sem tengjast list þeirra og starfi. Við stofnun Vasulka-stofu, undir lok árs 2014, gáfu þau Listasafni Íslands stóran hluta af gagnasafni sínu til varðveislu, en í því er meðal annars að finna upprunaleg listaverk, skissubækur, heimildarmyndir, bókasafn, ljósmyndir, sýningarskrár, viðurkenningar, greinar, plaköt og persónuleg skjöl.