Hönnunarmars — Uppskölun
5.5.2022 — 15.5.2022
5.5.2022 — 15.5.2022
Verkefnisstjóri
Sigga Heimis
Umsjón með fræðslu og viðburðum
Ragnheiður Vignisdóttir
Markaðs-og kynningarmál
Guðrún Jóna Halldórsdóttir
Uppskölun er samsýning valinna listamanna og hönnuða sem í verkum sínum hylla hið einstaka hráefni marmara. Hluti hópsins þekkir efnið mjög vel en aðrir eru að kynnast því í fyrsta skipti. Áhersla er lögð á einfaldleika og notagildi svo efniviðurinn njóti sín sem best.
Erlendu þátttakendur sýningarinnar eru þekktir fyrir einstaka nálgun í notkun marmara í hönnun sinni og listsköpun. Gestum gefst því ómetanlegt tækifæri til að sjá brot af því besta í heiminum þegar kemur að hönnun úr hágæða marmara. Sýningin er haldin í húsakynnum Listasafns Íslands þar sem marmari setur sterkan svip á húsið.
Þann 5. maí kl. 15:00 mun Luciano Massari listamaður og rektor við Listaháskólann í Carrara halda fyrirlestur í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15 þar sem hann mun fjalla um eðli Carrara marmarans og listrænt gildi hans í gegnum aldirnar.
Að fyrirlestri loknum verður haldið yfir í Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7, þar sem sýningin verður formlega opnuð kl. 16:00. Mun hún standa yfir til 15. maí.
Áhersla er lögð á einfaldleika og notagildi svo efniviðurinn njóti sín sem best.
Þáttakendur
Andrea & Simone Dell’Amico www.studioformart.com
Anna Fabrizi
Karin Reichmuth www.karin-reichmuth.kleio.com/
Lotte Breithaupt of Thea Design www.thea-design.it
Luciano Massari www.lucianomassari.com
Moreno Ratti www.morenoratti.com
Ólafsdóttir www.olafs-dottir.com
Paolo Ulian www.paoloulian.it
Sigga Heimis www.siggaheimis.com
Sindri Gunnarsson
Systa Björnsdóttir www.systa.me
Verkefnið er unnið að frumkvæði Siggu Heimis í samstarfi við Listasafn Íslands, Epal og Fígaró.