Art of memory

Woody Vasulka

20.1.2017 — 12.9.2017

Listasafnið
Woody Vasulka - Art of memory
Listasafnið

20.1.2017 12.9.2017

Með

Daniel Nagrin, Klein

Raddir

Doris Cross

Videotools

Rutt/Etra og Jeffrey Schier

Í samvinnu við

Bradford Smith, Penelope Place, Steinu og David Aubrey.

Í tilefni 80 ára afmælis Woodys Vasulka (f. 1937) efnir Vasulka-stofa til sérstakrar sýningar á vídeóverkinu Art of Memory, en 30 ár eru liðin síðan verkið var frumsýnt, 1987.

Verkið er viðeigandi á þessum tímamótum þar sem áhorfandinn er með áhrifaríkum hætti leiddur inn í fortíðina, þar sem ferðast er um draumkennt og víðáttumikið landslag með skírskotunum til sögunnar.

Á sýningunni má einnig sjá brot úr gagnasafni Vasulka-stofu. 

Steina og Woody Vasulka hafa haldið vel utan um arfleifð sína og varðveitt þau gögn sem tengjast list þeirra og starfi. Við stofnun Vasulka-stofu, undir lok árs 2014, gáfu þau Listasafni Íslands stóran hluta af gagnasafni sínu til varðveislu, en í því er meðal annars að finna upprunaleg listaverk, skissubækur, heimildarmyndir, bókasafn, ljósmyndir, sýningarskrár, viðurkenningar, greinar, plaköt og persónuleg skjöl.

Woody Vasulka, Art of Memory, 1987, 36 mínútur, í lit og með hljóði
Art of Memory er mikilfenglegt verk, frumleg og þroskuð framsetning á rannsókn Vasulka á merkingu skrásettra mynda. Með því að byggja upp reimleikaleikhús minninga úr sjónarspili kvikmynda og rafrænna mynda, fellir Vasulka saman og umbreytir sameiginlegu minni og sögu í torræðu rými og tíma. Hið stórfenglega landslag suðvesturríkja Bandaríkjanna er goðsagnakenndur vettvangur sem hann greypir í fréttakvikmyndir úr stríðinu — draugalegar myndir sem verða að sveigjanlegum, skúlptúrískum formum fyrir tilstilli stöðugra rafrænna ummyndana.

Í þessari myndhverfðu sýn verður hin skrásetta mynd að minnismerki um fortíðina; sagan verður að menningarlegu minni fyrir tilstilli ljósmynda og kvikmynda. Vasulka staðsetur sálrænt áfall sögu 20. aldar í kvikmyndum af ofbeldisverkum, þar á meðal eru spænska borgarastyrjöldin, rússneska byltingin, seinni heimsstyrjöldin og tilkoma kjarnorkusprengjunnar. Undir yfirgnæfandi vængjaðri veru samviskunnar virðast sagan og minningin grátt leiknar af sögunni og myndrænum minningum. Í hrífandi sambræðslu stríðstóla og véla sögunnar og fjölmiðla tekst Vasulka að byggja upp napurt og að endingu átakanlega harmrænt minningaleikhús.

Texti frá Electronic Arts Intermix (http://www.eai.org/titles/2103)


Mynd: Steina,  Pyroglyphs,  1994. Myndbandsstilla.

13.4.2017 — 20.8.2017

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17