Zanele Muholi

15.10.2022 — 12.2.2023

Listasafnið

Hér er á ferðinni stórsýning á verkum eins athyglisverðasta samtímaljósmyndara og aktívista í heiminum í dag, Zanele Muholi (f. 1972) frá Suður-Afríku. Áhrifamiklar myndir Muholi varpa ljósi á sögu og réttindabaráttu svarts hinsegin fólks í heimalandi listamannsins. Þar gefur Muholi þeim rödd sem daglega þurfa að berjast til að öðlast viðurkenningu samfélagsins á sjálfsmynd sinni.  

Yfir hundrað ljósmyndir auk videoverka gefa innsýn í líf og samfélög jaðarsetts fólks, þar sem einlæg túlkun Muholi dregur sérstaklega fram þætti um kynja- og sjálfsmyndarpólitík, bönn, hatursglæpi og ofbeldi en einnig um stolt, mótstöðu, einingu og ást.

Salur

1

&

3

&

4

15.10.2022 12.2.2023

Sýningarstjórar

Harpa Þórsdóttir

Vigdís Rún Jónsdóttir

Yasufumi Nakamori



Sýningarhönnuður

Helgi Már Kristinsson

Textar

Tate Modern

Þýðing

Hólmar Hólm

Umsjón með viðburðum og fræðslu

Ragnheiður Vignisdóttir

Markaðs- og kynningarmál

Guðrún Jóna Halldórsdóttir

Umsjón tæknimála og ljósmyndum

Sigurður Gunnarsson

Uppsetning

Helgi Már Kristinsson

Magnús Helgason

Ísleifur Kristinsson

Gylfi Sigurðsson

Indriði Ingólfsson

Í samvinnu með

Um listamanninn

Zanele Muholi fæddist árið 1972 í Umlazi nálægt Durban, sem er þriðja stærsta borg Suður-Afríku þar sem hán býr og starfar í dag. Hán stundaði nám við Market Photo Workshop í Jóhannesarborg og Ryerson University í Toronto, Kanada. Muholi er meðstofnandi Forum for Empowerment for Women og eitt af stofnendum Inkanysio, sem er vettvangur fyrir hinsegin og sjónræna miðla. Muholi er heiðursprófessor við Hochschule für Künste í Bremen, Þýskalandi og hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga. Einkasýningar á verkum Muholis hafa verið haldnar víða um heim á undanförnum árum: Goethe-Institut, Jóhannesarborg (2012); Brooklyn Museum, New York (2015); Stedelijk Museum, Amsterdam (2017); Autograf ABP, London (2017) og Museo de Arte Moderno de Buenos Aires (2018).  Ljósmyndaserían Somnyama Ngonyama var sýnd á 58. Feneyjatvíæringnum (2019); Serían Faces and Phases var sýnd á dOCUMENTA 13 (2012) og á 55. Feneyjatvíæringnum (2013).

Muholi notar fornöfnin hán, háni, háns.

 

Zenele Muholi - Plakat

🖼 Plakat

Zanele Muholi

5.900 kr.

Samstarfsaðilar

Sýningin er skipulögð af Tate Modern í samstarfi við Listasafn Íslands, GL Strand og Bildmuseet Umeå. Sýningarstjórar: Yasufumi Nakamori Senior Curator, Tate Modern, London, Vigdís Rún Jónsdóttir verkefnastjóri sýninga og Harpa Þórsdóttir safnstjóri, Listasafni Íslands.

28.4.2022 — 2.2.2023

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17