Sjóðir

Listasafn Íslands er vörsluaðili þriggja sjóða sem er ætlað að styrkja myndlistarmenn.

Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur

Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 9321 er markmið hans ,,að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms” en stofnfé sjóðsins er arfur samkvæmt erfðaskrá Guðmundu Andrésdóttur listmálara sem lést árið 2002. Ráðstöfunarfé sjóðsins eru raunvextir af höfuðstól. Stjórn sjóðsins ákveður hversu margir styrkir eru veittir við hverja úthlutun.

Sjóðurinn styrkir myndlistarmenn til framhaldsmenntunar og er æskilegt að umsækjendur hafi lokið BA-prófi í myndlist eða sambærilegu námi. Hægt er að sækja um styrk til lengri eða skemmri námsdvalar erlendis, þó aldrei skemur en til sex mánaða. Umsókn skal fylgja ítarleg greinargerð um fyrirhugað nám ásamt meðmælabréfi og upplýsingum um fyrra nám og starfsferil.

Síðast úthlutað: 2020
Næst úthlutað: 2022

Í stjórn sjóðsins sitja: Harpa Þórsdóttir formaður, Ásrún Kristjánsdóttir og Haraldur Jónsson

Úthlutanir úr sjóðnum


2004

Elín Hansdóttir
Huginn Þór Arason

2006
Ragnar Jónasson
Þórunn Maggý Kristjánsdóttir

2008
Berglind Jóna Hlynsdóttir
Bjarki Bragason
Irene Bermudez
Hye Joung Park

2010
Jeanette Castioni
Logi Bjarnason
Ragnheiður Gestsdóttir
Guðmundur Thoroddsen

2012/2013
Anna Rún Tryggvadóttir
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir
Páll Haukur Björnsson
Sirra Sigrún Sigurðardóttir

2014
Anna Hrund Másdóttir
Dagrún Aðalsteinsdóttir
Pétur Már Gunnarsson

2016
Una Björg Magnúsdóttir
Valgerður Sigurðardóttir

2018
Valgerður Ýr Magnúsdóttir
Berglind Erna Tryggvadóttir

2020
Bergur Nordal Gunnarsson
Kristín Helga Ríkharðsdóttir

Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur

Markmið styrktarsjóðs Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur er að styrkja efnilega unga myndlistarmenn.

Stjórn sjóðsins skipa 3 menn. Forstöðumaður safnsins skipar þrjá menn og tvo varamenn og skal einn aðalmanna vera úr starfsliði safnsins. Þeir eru skipaðir til fjögurra ára í senn. Stjórn sjóðsins auglýsir í september annað hvert ár eftir umsóknum um framlag úr sjóðnum. Úthlutun fer fram annað hvert ár.

Stjórn: Björn Karlsson formaður, Ingibjörg Jóhannsdóttir og Matthías Matthíasson.
Varamenn í stjórn: Björn Steinar Pálmason og Guðmundur Andri Thorsson

Síðast úthlutað: nóv. 2021
Næst úthlutað: nóv. 2024

Úthlutanir úr sjóðnum

1995
Ósk Vilhjálmsdóttir

1997
Helgi Hjaltalín Eyjólfsson
Kristín Gunnlaugsdóttir

1999
Arngunnur Ýr Gylfadóttir
Guðný Rósa Ingimarsdóttir
Þóroddur Bjarnason

2001
*ekki veitt úr sjóðnum*

2003
Olga Bergmann

2005
Hildur Bjarnadóttir
Sigga Björg Sigurðardóttir

2009
Birgir Örn Thoroddsen (Curver)
Sara Riel

2012
Sirra Sigrún Sigurðardóttir
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

2013
Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir
Ragnar Þórisson

2015
Þór Sigurþórsson

2017
Fritz Hendrik Berndsen
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir

2019
Steinunn Önnudóttir

2021
Melanie Ubaldo

Styrktarsjóður Richards Serra

Sjóður Richards Serra var stofnaður í tilefni af gjöf listamannsins á myndverkinu ÁFANGAR, sem reist var í Viðey í tengslum við Listahátíð í Reykjavík 1990. Viðtakendur gjafarinnar voru Listahátíð í Reykjavík, Listasafn Íslands og Reykjavíkurborg.

Markmið sjóðs Richards Serra er að efla höggmyndalist á Íslandi með því að veita ungum myndhöggvurum sérstök framlög til viðurkenningar á listsköpun þeirra.

Stjórn sjóðsins úthlutar úr sjóðnum annað hvert ár, í fyrsta skipti árið 1992. Stjórnin ákvarðar hvernig staðið skuli að úthlutun hverju sinni.

Stjórn:

  • Formaður: Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands
  • Hekla Dögg Jónsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra myndlistarmanna
  • Eygló Harðardóttir, tilnefnd af Myndhöggvarafélaginu

Síðast úthlutað: 2021

Úthlutanir úr sjóðnum

1992
Ólafur Sveinn Gíslason

1994
Sólveig Aðalsteinsdóttir

1997
Þorvaldur Þorsteinsson

2000
Halldór Ásgeirsson

2002
Margrét Blöndal

2005
Ólöf Nordal

2011
Hekla Dögg Jónsdóttir

2013
Katrín Sigurðardóttir

2015
Ragnar Kjartansson

2021
Steinunn Gunnlaugsdóttir

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17