Stefna listasafna
Samræmdri safnastefnu á sviði myndlistar er ætlað að styðja við starfsemi listasafna á Íslandi og stuðla að sameiginlegri framtíðarsýn.
Tilgangur og hlutverk stefnunnar er að skerpa á sameiginlegri sýn listasafna þannig að stjórnendur þeirra stefni allir í sömu átt. Listasöfn á Íslandi byggja á sambærilegum grunni. Þau eiga það sameiginlegt að eiga og varðveita eiga skráða safneign sem er sýnd að einhverju leyti og þau leggja öll áherslu á að halda reglulega nýjar sýningar. Sérstaða listasafna liggur helst í fjölda sérsýninga á hverju ári, ólíkri sérhæfingu mannauðs og ýmiss konar sérstöðu varðandi söfnunarstefnu eða safnkost. Listasöfn eru því fjölbreytt og í því felast tækifæri til samvinnu, samnýtingar og öflugs flæðis upplýsinga og þekkingarmiðlunar. Safnastefna á sviði myndlistar skapar jafnframt grundvöll til meira samstarfs, en í því felst mikill styrkur fyrir listasöfnin og verkefni þeirra. Með því að horfa til samræmdrar safnastefnu á sviði myndlistar geta einstök listasöfn sett sér skýrari stefnu í eigin starfi, sérstaða hvers listasafns verður augljósari og verkaskipting getur orðið skýrari.
Hér er hægt að sjá Samræmda safnastefnu
Undanfarin ár hefur orðið ör þróun í starfsumhverfi listasafna sem miðar að því að styrkja faglegt starf og treysta undirstöðuþættina í söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun. Þar skiptir viðurkenning safna miklu máli og skilgreining lágmarksviðmiða sem eru hvatar til umbóta og þróunar en veita jafnframt faglegt aðhald í starfinu.