SUNNUDAGSLEIÐSÖGN: NÍNA TRYGGVADÓTTIR OG NÍNA SÆMUNDSSON

24.11.2015

Dr. Jón Karl Helgason prófessor við Háskóla Íslands, Hugvísindasvið - Íslensku- og menningardeild, tekur þátt í leiðsögn um sýninguna NÍNA TRYGGVADÓTTIR - LJÓÐVARP. 

Jón Karl hefur fjallað um menn og konur sem sátu við gestaborð Erlendar í Unuhúsi, en þar söfnuðust helstu menningarforkólfar síðustu aldar saman og ræddu um listir, heimspeki, bókmenntir og stöðu heimsmálanna. Meðal gesta í Unuhúsi voru Nína Tryggvadóttir, Halldór Laxness, Sigurður Nordal og fleiri mætir menn og konur. Unuhús og gestir þess settu mark sitt á samtíma sinn og hafa mótað menningarsögu þjóðarinnar. nánar um sýninguna

Sýningarstjórinn Hrafnhildur Schram, leiðir gesti um sýninguna sunnudaginn 29. nóvember kl. 15:30

Hrafnhildur lauk licetiatsprófi í listasögu frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og hefur starfað sem safnstjóri Listasafns Einars Jónssonar, Listasafns Ásgríms Jónssonar og sem deildarstjóri í Listasafni Íslands. Hún starfar nú sem sjálfstæður fræðimaður og rithöfundur auk þess að starfa sem sýningarstjóri.  nánar um sýninguna

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17